sýning

"Have you been excited? - Iceland Airwaves Photography 2014-2023"

Verð

0 kr

Næsti viðburður

þriðjudagur 5. nóvember - 19:00

Salur

Harpa

Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 kl 19 opnar ljósmyndasýning á jarðhæð Hörpu sem fangar anda Iceland Airwaves hátíðarinnar, með völdum ljósmyndum af tónlistarfólki sem komið hafa fram á hátíðinni síðasta áratungin.  

Sýningin sýnir úrval svarthvítra ljósmynda eftir tónleikaljósmyndarann og íslandsvininn Marcus Getta, og er myndefnið hljómsveitir eins og Of Monsters And Men, Hatari, Mammút, Vök, Agent Fresco, Emmsjé Gauta, JFDR og Sóley, ásamt völdum erlendum listamönnum.

Frítt inn og öll velkomin á opnun sýningarinnar, sem stendur svo til sunnudags, 10. nóvember 2024.

Strax eftir opnunina  þann 5. nóvember fer UPPRÁSIN fram í Kaldalóni klukkan 20:00. UPPRÁSIN er mánaðarleg tónleikaröð sem er tileinkuð grasrót íslensks tónlistarlífs. Tónleikaröðin er skipulögð af Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2.

Þessi viðburður, í opinberu samstarfi við Iceland Airwaves, er skipulagður í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík og Hörpu.


Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

Dagskrá

þriðjudagur 5. nóvember - 19:00

Hápunktar í Hörpu